Stefánsson, Jón Kalman: A mindenséghez mérhető (Eitthvad á stærd vid alheiminn in Hungarian)
Eitthvad á stærd vid alheiminn (Icelandic)Guð er gamall bangsi, Ari vaknar við söng sem virðist berast úr miklum fjarska. Hann er dágóða stund að vakna almennilega, eða það vel að hann geti greint á milli svefns og vöku, draums og veruleika, og kannski þessvegna sem hann heldur, þó varla meira en fáein augnablik, að söngurinn sé ekki af okkar heimi, að þessa nótt hafi rofnað á milli heima og nú syngi hinir dánu fyrir hann, svona fallega, vilji hjálpa honum að vakna, hjúpa hann einhverju mjúku áður en veruleikinn skellur á honum. En svo vaknar hann alveg og man hvar hann er staddur, á Flughótelinu í Keflavík, það er desember, dýpra er varla hægt að komast inn í vetrarmyrkrið. Og einhver syngur í næsta herbergi. Að morgni þess dags þegar Ari ætlar að hitta Jakob, föður sinn, sem er kannski að deyja, að breytast í söng hinumegin, eða þá í þögn, gleymsku, við vitum ekki hvað verður ofan á þegar við deyjum, grimmdin eða gæskan, útþurrkun eða nýtt upphaf, hvort Guð sé stjörnubjartur faðmur eða gamall bangsi úr barnæskunni. Klukkan er næstum hálfníu og einhver er að syngja í næsta herbergi. Ari liggur í myrkrinu og hlustar á konu syngja einhverskonar vögguvísu á ensku, eða amerísku, syngur eins og hún sé að hugga einhvern og ekki einu sinni steypan í veggnum og járnabindingin, þessi dauðu, hörðu efni, ná að dempa væntumþykjuna í röddinni, en hún syngur svo lágt að Ari nær ekki að greina nema eina línu, þó svo óljóst að hann er ekki viss hvort hann heyri rétt: Say my name, like only you can say it, and then I know that I exist. Segðu nafn mitt eins og þú ein getur sagt það, og þá er ég til. Hann teygir sig ósjálfrátt eftir símanum, fer inn í skilaboð, ýtir á nafn Þóru, og skrifar þetta, segðu nafn mitt … ætlar að senda, en hikar, og þá er allt ónýtt, það má enginn hika, hugsa andspænis ástinni. Við hugsum of mikið, finnum of lítið til, það er ógæfa mannsins. Ari andvarpar, vistar skilaboðin sem drög.
Sjaldgæft logn hér í Keflavík. Var það annars ekki helst á sumrin að það gerði logn, og þá gátu dagarnir verið svo tærir að það var hægt að lesa skilaboð frá eilífðinni í gegnum þá? Helvítis andskotans lognið, sagði fólkið, því reykurinn frá bræðslunni sem stóð á mörkum Njarðvíkur og Keflavíkur, lagðist þá yfir byggðina, fnyknum sló inn í öll hús, við virtumst stödd inni í illa lyktandi þoku, líkt og það væri verið að refsa okkur fyrir góða veðrið, og þær húsmæður sem voru of seinar að ná þvottinum inn þurftu að þvo hann aftur til að ná lyktinni úr. Bræðslan er löngu hætt að bræða loðnu og búið að rífa þessa stóru byggingu, og í staðinn komnar tvær skemmur, önnur nýttist sem bílasala í mörg ár, hin var bara reist til að nýta plássið, virtist góð hugmynd á sínum tíma, en þær standa báðar auðar í dag, geyma ekkert nema þögnina, og sólargeislana þegar þeir ná að síast í gegnum stórar rúðurnar, mattar af salti. Bílasalan fór á hausinn í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008, eins og fleiri slíkar, en þær eru þó ennþá allnokkrar starfandi hér í Keflavík og Njarðvík, fjölgar aftur, eru satt að segja hvergi fleiri á landinu ef miðað er við fjölda íbúa, það er eitt Íslandsmetanna sem við státum af. Flestar fjölskyldur í Keflavík eiga tvo eða þrjá bíla, og ef þeim leiðist selja þær einhvern bílinn og kaupa nýjan í staðinn, helst ekki seinna en daginn eftir. Keflvíkingum leiðist oft núorðið, kvótinn er löngu farinn, herinn farinn, Rúnni Júll dáinn, fátt eftir nema atvinnuleysi og höfuðáttirnar þrjár, vindurinn, hraunið, eilífðin, og þessvegna gráupplagt að selja bíl og kaupa svo annan, þá er eitthvað að gerast, bæði í lífi okkar og í starfi bílasalans, og Keflavík strax orðin að betri stað. Enginn á göngu á Hafnargötunni en fáeinir bílar silast framhjá Ara, klukkan að nálgast ellefu, hann var lengi að koma sér fram úr rúminu, vögguvísan lamaði hann, lá og hlustaði allt þar til söngurinn þagnaði. Kveikti þá ljósin og sá allt, grein Siggu á skrifborðinu, bréf stjúpu undir viskíflöskunni, bréfið sem hann vissi samstundis að hann myndi ekki lesa fyrr en eftir heimsóknina til Jakobs, treysti sér ekki, þorði það ekki; sá myndirnar af börnunum þremur, Heklu, Sturlu, Grétu, viðurkenningarskjal Odds, gulu möppuna fulla af bréfum, ljósmyndum, úrklippum, ljóðum, ljóðabrotum, og síðan pokana tvo úr fríhöfninni, fulla af sælgæti sem hann hafði keypt eins og það væru aðrir tímar, börnin ennþá ung og biðu hans heima, að Þóra biði hans líka, að hann ætti heima einhverstaðar. Pokarnir blöstu við honum eins og minning um það sem hann hafði kastað frá sér, blöstu við honum eins og ásökun um að hafa ekki notið lífsins, ekki lifað nógsamlega. Þeir sem bregðast eru hvergi óhultir, jafnvel pokar fullir af sælgæti geta breyst í ásökun. Stór pallbíll kemur niður Hafnargötuna, hægir á sér þegar hann nálgast Ara og ökumaðurinn virðir hann fyrir sér, forvitnislega en líka næstum fjandsamlega, eins og Ari hafi gert honum eitthvað, eða þá talað illa um Keflavík. Bíllinn rennur aðeins til í hálkunni, eins og bílstjórinn hafi stigið á bremsurn ar, ætli að nema staðar, og í einhverju fáti gengur Ari að næstu dyrum en hikar þegar hann sér skiltið Massage – Nudd. Og girndin fer eins og heitur straumur um hann allan. Hann lokar augunum. Afhverju þurfum við að vera svona varnarlaus gagnvart kynhvötinni, hversvegna getum við ekki bara stungið henni í vasann og tekið upp þegar hentar? Það hefur komið fyrir, þegar eilífðarvél kynhvatarinnar fer í gang innra með Ara, eins og hún gerir auðvitað reglulega hjá öllum og tekur sjaldnast tillit til þess hvar við erum stödd í deginum, í tilverunni, fyllir blóðið af þrá eftir einhverju eggjandi, æsandi, einhverju grófu eða þá því sem er fullt af munúð, að Ari hefur farið á netið, slegið inn leitarorðin erotic massage, og að það sé þessvegna sem saklaust skiltið, Massage – Nudd, hafi þessi óþægilegu áhrif á hann. Ari opnar augun, tekur um hurðarhúninn, heyrir að bílstjórinn gefur snögglega í, eins og til að forða sér, eins og hann kæri sig ekki um að vera vitni að þessu, og hverfur niður Hafnargötuna. En hurðin er læst. Úff, hugsar Ari, feginn, en þá rýfur rám karlmannsrödd kyrrðina: Áttu pantaðan tíma, vinur? Ari lítur til hliðar og sér hvar maður stendur í opnum dyrum tveimur húsum neðar, horfir á Ara og bætir við þegar Ari ansar engu: hún er nefnilega ekki mætt, hún Snæfríður mín, en ég get hringt í hana ef þér bráðliggur á, ef – maðurinn þagnar, horfir snöggvast niðurfyrir sig, eins og hann sé að leita að rétta orðinu – ef þú vilt láta losa um eitthvað. Það er djúp þögn á Hafnargötunni eftir orð mannsins, engu líkara en að gatan nái tæpast að halda sér vakandi, þrátt fyrir glaðlegu jólaljósin sem blikka sumstaðar af ákafa, eins og Keflavík væri að senda skilaboð til heimsins, jólasveinsins, um að koma með einhverja gjöf sem skiptir máli, þrjúhundruð störf, kvóta, álverksmiðju, sorpeyðingarstöð í Helguvík; eða þá að þessi Snæfríður vakni og komi með sínar mjúku, huggandi hendur.
|
A mindenséghez mérhető (Hungarian)Isten egy öreg játék mackó, és Keflavíkban szokatlan szélcsend uralkodik Ari énekszóra ébred, ami mintha a messzi távolból érkezne. Időbe telik, mire teljesen magához tér, vagy legalábbis meg tudja különböztetni az alvást és az ébrenlétet, az álmot és a valóságot, és talán ezért gondolja – igaz, csak alig néhány pillanatra –, hogy az a dallam nem erről a világról való, hogy az éjszaka folyamán egymásba nyíltak a síkok, és most a holtak énekelnek neki ilyen szépen, segíteni akarnak neki felébredni, igyekeznek valami puhába bugyolálni, mielőtt rászakad a valóság. De aztán teljesen magához tér, és felrémlik neki, hol fekszik: a keflavíki Repülőtér szállodában, és december van, aminél mélyebbre nem lehet hatolni a téli sötétségbe. A szomszéd szobában énekel valaki. Ez annak a napnak a reggele, amikor Ari találkozik Jakobbal, az apjával, aki talán haldoklik, aki nemsokára túlvilági dallammá válik, vagy hallgatássá, feledéssé; nem tudjuk, mi vár ránk, amikor meghalunk, kegyetlenség vagy jóság, elmúlás vagy új kezdet, hogy Isten vajon ragyogó öl vagy gyerekkorunk régi játék mackója. Majdnem fél kilenc van, és a szomszéd szobában énekel valaki. Ari a sötétben fekve hallgatja, hogy a nő valamiféle altatódalt énekel angolul vagy amerikaiul, mintha vigasztalna valakit, és hangjának melegségét még a falban lévő beton és az acélvasalat, ezek a halott, kemény anyagok sem képesek tompítani, pedig olyan halkan énekel, hogy Ari csak egyetlen sort hall ki belőle, azt is annyira halványan, hogy nem tudja, jól hallja-e: Say my name, like only you can say it, and then I know that I exist. Mondd ki a nevem, ahogy csak te tudod kimondani, és tudni fogom, hogy létezem. Ari önkéntelenül a telefonjáért nyúl, megnyitja az üzeneteket, megnyomja Þóra nevét, és írni kezd: „Mondd ki a nevem…”; már éppen elküldené, de tétovázik, és ezzel mindent elront, a szeretetben nem szabad habozni, nem szabad túlgondolni. Túl sokat gondolkodunk, és túl keveset érzünk, ez az ember pechje. Ari felsóhajt, az üzenetet elmenti a piszkozatok közé. Odakint szinte teljes a szélcsend. Szokatlan szélcsend uralkodik itt, Keflavíkban. Amúgy nem nyáron szokott itt szélcsend lenni, amikor néha annyira derültek voltak a napok, hogy általuk az örökkévalóságból érkező üzeneteket is el lehetett olvasni? Kibaszott, rohadt szélcsend, mondták az emberek, mert a Njarðvík és Keflavík határán lévő hallisztüzem füstje olyankor a város fölé telepedett, a bűz behatolt a házakba, mintha büdös köd nyelt volna el bennünket, mintha bűnhődnünk kellene a jó idő miatt, és a háziasszonyok, akik későn szedték be a kiteregetett ruhát, moshatták újra, hogy kijöjjön belőle a szag. A hallisztüzemben már rég nem gyártanak hallisztet csuklyáshalból, a nagy épületet már le is bontották, a helyére két raktárépület került, az egyik éveken át autókereskedésként működött, a másikat csak azért húzták fel, hogy kihasználják a területet, ami akkoriban jó ötletnek tűnt, de ma mindkét épület üresen áll, csak a csend terpeszkedik bennük, meg néha a napsugarak, amikor sikerül beszűrődniük a sótól homályos, hatalmas ablakokon. Az autókereskedés a 2008. októberi gazdasági válság nyomán csődbe ment, ahogy több másik is, csak néhány maradt meg Keflavíkban és Njarðvíkban, de már újra szaporodnak; igazság szerint a lakosság lélekszámához viszonyítva sehol másutt nincs ennyi, ez országos rekord és az egyik büszkeségünk. A legtöbb keflavíki családnak két vagy három autója van, és ha éppen unatkoznak, eladják az egyiket, és ha lehet, már a következő nap vesznek helyette egy másikat. Manapság a keflavíkiak gyakran unatkoznak, a halászati kvóta a múlté, az amerikai hadsereg elment, Rúnni Júlíusson meghalt, nem sok minden maradt, csak a munkanélküliség és a három égtáj, a szél, a tenger és az örökkévalóság, ezért kézenfekvő eladni egy kocsit és venni egy másikat; legalább történik valami az életünkben, a kereskedő munkájáról már nem is beszélve, és Keflavík máris jobb hellyé válik. Senki sem jár a Hafnargatán, de néhány autó elhajt Ari mellett, lassan tizenegy óra; hosszú időbe telt, mire kikászálódott az ágyból, az altatódal megbénította, egészen addig hallgatta, amíg el nem némult az ének. Ekkor felkapcsolta a lámpát, és megpillantott mindent: Sigga cikkét az íróasztalon, a mostohaanyja levelét a whiskysüveg alatt, azt, amelyről tudta, hogy majd csak azután fogja elolvasni, hogy meglátogatta Jakobot; nem érzett erőt hozzá, nem merte; meglátta a három gyerek, Helka, Sturla és Gréta fényképét, Oddur oklevelét, a levelekkel, fényképekkel, újságkivágásokkal, versekkel, verstöredékekkel teli sárga mappát, meg a vámmentes boltból hozott két szatyrot, teli édességgel, amit úgy vett, mintha más idők járnának, a gyerekei még kicsik lennének, és várnák őt haza, ahogy Þóra is várná, mintha egyáltalán lenne otthona valahol. A két szatyor arra emlékeztette, amit eldobott magától. Úgy meredtek rá, mintha a szemére hánynák, hogy nem élvezte az életet – nem eléggé. Aki mást cserben hagy, az sehol sincs biztonságban, és még az édességgel megrakott szatyrok is képesek szemrehányássá változni. Nagy, platós terepjáró halad a Hafnargatán, lassít, ahogy közelebb ér, a sofőr kíváncsian, ugyanakkor szinte ellenségesen végigméri, mintha Ari bántotta volna, vagy épp Keflavíkot pocskondiázta volna. A kocsi megcsúszik a tükörjégen, mintha a sofőr befékezett volna, és meg akarna állni, Ari pedig hirtelenjében a legközelebbi ajtóhoz lép, de megtorpan, amint meglátja a táblát: Masszázs. Áramütésként fut át rajta a vágy. Behunyja a szemét. Miért kell ennyire védteleneknek lennünk a nemi ösztönnel szemben, miért nem vághatjuk egyszerűen zsebre őket, és vehetjük elő, amikor tetszik? Már megesett, hogy amikor Ari bensőjében beindult a nemi ösztön örökmozgója – az, ami bárki másnál is be szokott indulni, és ami csak a legritkább esetben veszi figyelembe, hogy a nap vagy a létezés mely szakában járunk, és valami izgalmas, izgató, durva vagy éppen valami érzéki utáni vágyakozással tölti el a vérünket –, hogy Ari felment a netre, és beírta a keresőbe: erotic massage, és ezért érzi magát most ennyire kellemetlenül az ártatlan Masszázs tábla láttán. Ari kinyitja a szemét, megragadja a kilincset, hallja, hogy a sofőr hirtelen gázt ad, mintha olajra akarna lépni, mintha ennek semmi esetre sem szeretne szemtanúja lenni, és elviharzik a Hafnargatán. Az ajtó azonban zárva. Hű, gondolja Ari megkönnyebbülten, de ekkor rekedt férfihang töri meg a csendet: Foglaltál időpontot, haver? Ari oldalra pillant, és látja, hogy két házzal arrébb egy férfi áll a nyitott ajtóban, és Arit figyeli; mivel Ari nem reagál, hozzáteszi: Snæfríður még nincs itt, de felhívhatom, ha sürgős, ha… – a férfi elhallgat, lesüti a szemét, mintha a megfelelő kifejezést keresné –, ha fel kell oldani benned valamit. E szavak után síri csend borul a Hafnargatára, mintha az utca alig bírna ébren maradni, a vidám karácsonyi díszkivilágítás ellenére sem, amely néhol vadul villog, mintha Keflavík üzenetet akarna küldeni a világnak, a Mikulásnak, hogy valami komoly ajándékot hozzon, háromszáz munkahelyet, halászati kvótát, alumíniumkohót, hulladékégetőt Helguvíkbe; vagy hogy ez a Snæfríður ébredjen fel, és érkezzen meg puha, enyhet adó kezével.
|